miðvikudagur, janúar 11, 2006
Núna loksins
Samkvæmt öllum mínum stærðfræðilegustu útreikningum, ásamt hjálp frá bloggnörda nr.1, Magga Dan, þá er þetta komið í lag núna. Samt verða öll gömlu bloggin á útlensku það sem eftir er. En só.
Annars er ég að blogga frá MS. Ég er svikari, yfirgaf hinn elskulega Kvennaskóla og heimsótti MS, hina nýju miðstöð hnakkanna.
Ég er hrædd ..... og ein
Skelfingu lostin.
Eins gott að einhver komi núna að heimsækja mig í Kvennó svo fólk geti áttað sig á því hvað það er miklu betri skóli.
Það eru samt fokking þægilegir tölvustólar hérna, megið eiga það.
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 11:33
11 comments